Kammermúsíkklúbburinn varð sextíu ára í febrúar 2017, en lífið heldur áfram:

Veturinn 2017-18 heldur klúbburinn sex tónleika sem hér segir:

24. sept. 2017: Ari Þór Vilhjálmsson með félögum sínum ásamt Sigurbirni Bernharðssyni. Stungið er upp á m.a. dúó fyrir 2 fiðlur eftir Prokofiev, Píanókvartett (SB á víólu) og væntanlega eitthvert verk í viðbót.
 
8. okt. 2017:  Calder- kvartettinn kemur til landsins og leikur hér í samvinnu við Sinfóníuna. Fyrir klúbbinn mun kvartettinn væntanlega bjóða upp á klassískt verk ásamt einhverju úr nútímanum.
 
22. okt. 2017:  Arnaldur Arnarsson gítarleikari og félagar leika 2 Grande Serenade (op. 63 og 66) eftir Hummel, Tríó op. 16 f. fiðlu, kl., og gítar eftir Kreutzer og dúó f.  klarínettu og fagott eftir Beethoven.
 
19. nóv. 2017: Kvartettinn Siggi flytur tvo kvartetta, sennilega eftir
Beethoven og Shostakovich, ásamt einu eða tveimur stuttum nútímaverkum. 
 
21. jan. 2018:  Camerarctica og heldur áfram með Mendelssohn og væntanlega eitthvað af baroktónlist sem eftir er að velja.
 
18. feb. 2018:  Sigrún Eðvaldsdóttir og félagar leika verk sem eftir er að ákveða.

Dagskrá þessi verður uppfærð eftir því sem tímar líða fram.